Ég vil virðast áhugasöm/samur, ekki uppáþrengjandi

Þegar einhver hefur vakið áhuga þinn getur verið erfitt að finna bestu leiðina til að sýna þennan áhuga án þess að vera uppáþrengjandi.

Hvar eru mörkin – hvenær virðist maður of ákafur?

Þú hefur augastað á meðlimi Firstdate og blóðlangar að byrja að spjalla við viðkomandi. Við erum öll mismunandi og kynnumst fólki á mismunandi hátt. Þegar þú ert búin/n að ná sambandi er mikilvægt að vera meðvituð/meðvitaður um hegðun hinnar manneskjunnar. Hvar eru þá mörkin – hvenær virðist maður of ákafur? Það fer auðvitað eftir því hver þú ert og hvað höfðar til þín en það er gott viðmið að senda ekki of mörg skilaboð í röð, hvert á eftir öðru. Reyndu að gera þér grein fyrir tóninum hjá manneskjunni sem þú ert að spjalla við. Hefur þú skrifað einhverjum sem þú hefur áhuga á? Ef viðkomandi svarar ekki strax er gott að bíða og senda önnur skilaboð eftir nokkra daga. Ef viðkomandi langar ekki að spjalla, virtu þá það val og ekki taka það inn á þig.

Veldu úr þúsundum einhleypra

Á Firstdate eru hundruðir þúsunda meðlima, lang flestir einhleypir. Ekki taka það nærri þér ef einhver svarar þér ekki eða hefur ekki áhuga – það er nóg af öðrum meðlimum að velja úr. Það er gott að hafa í huga að sá/sú sem þú ert að leita að ætti að hafa jafn mikinn áhuga á þér.

Það er gott að fylgja eftir góðu stefnumóti með fallegum sms skilaboðum. Ef þú færð strax svar er í góðu lagi að halda áfram að spjalla. Annars er best að bíða þangað til daginn eftir með að fylgja því eftir með sms-i eða símtali.

Sumir bíða oft þrjá daga með að hafa samband en í nútímasamfélagi þar sem allt gerist mjög hratt finnst mörgum þetta langur tími. Rafræn stefnumót eru góð og hröð samskiptaleið.

Það er ekki vænlegt til árangurs að vera með kúnstir. Ef þér líst vel á einhvern er best að segja það bara. Það er vont að vera hafnað en þegar til lengri tíma er litið er það alltaf farsælast að sýna hreinskilni og hugrekki.

Ad: