Hvernig hef ég samband við einhvern í fyrsta skipti?

Það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hvernig er best að taka fyrsta skrefið. Þegar þú sérð einhvern af meðlimum okkar á Firstdate er kominn tími til að hafa samband. En það er ekki alltaf gott að vita hvernig á að snúa sér í því. 

Þegar þú hefur ákveðið að skrifa manneskju í fyrsta skipti er sniðugt að vísa í hvað það var sem vakti athygli þína á upplýsingasíðunni þeirra. Kannski kannastu við bakgrunninn í einni af myndunum? Hefur manneskjan einhver sérstök áhugamál sem þú gætir spurt um? Firstdate getur líka sagt með stolti að við erum eina stefnumótasíðan þar sem þú getur sent persónuleg skilaboð til nokkurra meðlima í einu. Það heitir Lovemail Deluxe og er frábær leið til að finna sér fyrsta stefnumót.

Þegar þú skrifar skilaboð er gott að enda á spurningu sem sýnir að þú hefur skoðað upplýsingasíðu viðkomandi. Þú getur virst hrokafull/ur ef þú spyrð um eitthvað sem viðkomandi hefur þegar skrifað um. Ef þú kemur með spurningu sem byggir á því sem hefur verið skrifað er það strax persónulegra og áhugaverðara.

Nýttu þér hinar frábæru Firstdate aðgerðir

Ef þú ert feimin/n eða hikandi við að skrifa skilaboð getur þú t.d. merkt við viðkomandi sem HOT. Þegar þú ert búin/n að læra vel á aðgerðir Firstdate getur þú notað mismunandi aðferðir við að hafa samband við aðra meðlimi og skemmta þér með þeim.

Það mikilvægasta er að muna að klára textann á upplýsingasíðunni þinni. Þetta gerir upplýsingasíðuna þína meira áberandi og áhugaverðari.

Ad: