Spurningar og svör

Hér fyrir neðan getur þú séð algengustu spurningar og svör hér á síðunni! Með því að fara yfir listann getur þú fljótt fundið svör við flestum spurningum þínum og jafnvel tekist að leysa málið sjálf/ur strax!

Hvernig segi ég upp gulláskrift?

Til að gæta fyllsta öryggis, getur bara þú sjálf/ur sagt upp gulláskrift þinni, með því að slá inn lykilorð.

Sláðu inn lykilorð í reitinn. Ef lykilorðið var rétt slegið inn býðst þér næst að hefja/ ljúka gulláskrift þinni.

Uppsagnarfresturinn hefst frá og með deginum sem þú slökktir á sjálfvirkri endurnýjun.

Hvar get ég fundið þetta?
Stillingarnar mínar -> Greiðsla

Hvernig eyði ég upplýsingasíðunni minni?

Til að gæta fyllsta öryggis, getur bara þú sjálf/ur eytt upplýsingasíðunni þinni, með því að slá inn lykilorð.

Sláðu inn lykilorð í reitinn og smelltu á hnappinn “Eyða upplýsingasíðu,” sem mun birtast eftir að þú hefur slegið inn rétt lykilorð. Upplýsingasíðunni þinni hefur þar með verið eytt. 

Athugaðu að ef þú ert með gulláskrift og kýst að eyða upplýsingasíðunni þinni verður, eins og tekið er fram í notendaskilyrðum okkar, samt rukkað út uppsagnarfrestinn.

Hvar get ég fundið þetta?
Stillingarnar mínar -> Eyða upplýsingasíðu

Mér tekst ekki að eyða upplýsingasíðunni minni?

Ef gulláskrift þín er enn í gildi getur þú ekki eytt upplýsingasíðunni þinni. Um leið og uppsagnarfrestur þinn rennur út og bindur enda á gullaskrift þína getur þú valið að eyða síðunni.

Hvað kostar að gerast gullmeðlimur?

Firstdate býður upp á mismunandi útgáfur af gulláskrift, bæði með og án binditíma.

Ég hef greitt fyrir gulláskrift en hún hefur ekki tekið gildi?

Athugði fyrst hvort upphæðin hefur verið gjaldfærð. Ef þú hefur verið rukkaður/rukkuð fyrir áskriftina en getur ekki notað aðgerðirnar er sennilegt að þú sért með fleiri en eina upplýsingasíðu í gangi. Á greiðslukvittun getur þú séð undir hvaða notandanafni þú keyptir gulláskrift. Það er ekki hægt að flytja gulláskrift af einu notandanafni á annað.

Er einhver uppsagnarfrestur?

Á gulláskrift hjá Firstdate er alltaf uppsagnarfrestur. Þú borgar núverandi aðildarartímabil auk 30 daga. Ef þú skráir þig í herferð er uppsagnarfrestur 60 dagar ? þú greiðir þá fyrir yfirstandandi tímabil og 60 daga að auki.

Uppsagnarfrestur hefst daginn sem maður slekkur á sjálfkrafa endurnýjun í stillingum sínum, sjá “Hvernig segi ég upp gulláskrift?”

Ég hef verið rukkuð/ rukkaður þrátt fyrir að hafa eytt upplýsingasíðunni minni

Vinsamlegast athugaðu að samkvæmt notendaskilyrðum okkar gildir uppsagnarfrestur. Þú borgar núverandi aðildarartímabil auk 60 daga. 

Þegar uppsagnafresti er lokið, lýkur líka innheimtu.

Myndin á upplýsingasíðunni minni hefur ekki verið samþykkt

Við erum með sérstakan myndastjóra sem fer yfir allar myndir sem eiga að fylgja upplýsingasíðum, áður en þær eru birtar. 

– Sést andlit þitt skýrt? 
– Ertu með sólgleraugu? 
– Ertu ein/n á myndinni?

Þú getur reynt aftur, með því að hlaða upp annarri mynd. Yfir daginn eru myndir yfirleitt samþykktar á innan við klukkustund.

Erfiðleikar með að hlaða upp myndum

Ef þú átt í erfiðleikum með að hlaða upp myndum í myndaalbúm þitt gætir þú verið að nota rangt skráarsnið. Vinsamlegast hafðu myndir á sniðunum .jpg eða .png. 

Ef þú færð villuskilaboð er líklegt að myndirnar séu of stórar. Prófaðu að smækka myndirnar og reyna svo aftur. 

Þú getur sett inn mynd með því að velja “Albúmin mín.” Smelltu á “Skoða” (browse) og veldu mynd sem er á tölvunni þinni og þú villt setja inn. Athugaðu að lágmarksstærð er 120 x 120 pixlar en hámarks skráarstærð er 4 MB. Smelltu næst á “Vista” (save). Myndinni verður bætt í albúmið þitt. Ef það koma upp villuskilaboð er gott að minnka myndina og reyna aftur. 

Til að velja kynnismynd fyrir upplýsingasíðuna þína skalt þú smella á “Kynnismynd” (introduction picture) undir myndinni sem þú villt nota, og svo á “Vista breytingar.” Þá verður þú beðin/n að klippa myndina til þannig að andlit þitt sjáist skýrt í ljósa fletinum. Smelltu eftir það á “Vista,” beint undir myndinni (notaðu skrunstikuna hægra megin ef myndin er svo stór að vistunar-hnappurinn sjáist ekki). 

Vinsamlegast athugaðu að það getur tekið allt að sólarhring að samþykkja kynnismynd. 
Hún á að vera af þér sjálfum/ sjálfri og andlit þitt þarf að sjást skýrt. Til dæmis er ekki leyfilegt að vera með sólgleraugu á myndinni.

Ég hef gleymt aðgangsorðinu mínu

Ef þú hefur gleymt aðgangsorðinu þínu getur þú auðveldlega fengið nýtt! 

– Byrjaðu á að skrá þig út með því að smella á “útskráning” á stikunni til hægri. 
– Því næst skalt þú smella á “Gleymt?” hægra megin við innskráningar reitinn. Þá verður þú beðin/n um notandanafn eða netfang. 
– Gefðu upp annað hvort og smelltu svo á “Enda.” 

Nýtt lykilorð verður sent á netfangið sem þú gafst upp þegar þú skráðir þig fyrst á Firstdate. Ef þar hefur enginn póstur birst eftir nokkrar mínútur, athugaðu þá vinsamlegast ruslasíuna í póstforritinu þínu.

Hvernig get ég flokkað Lovemail Deluxe skeytin mín?

Hugmyndin á bak við Lovemail Deluxe er að gera þér kleift að hafa samband við stóra hópa með einu skeyti, og auðvelda þér þannig að finna einhvern til að spjalla við! Þegar þú svarar þeim ástarskeytum sem þú færð til baka hefst einkasamtal! 

Það er ekki hægt að sjá muninn á lúxus ástarskeytum og “persónulegum” ástarskeytum – tilgangurinn er bara að koma auðveldlegar af stað spjalli. 

Það er ekki hægt að flokka lúxus ástarskeyti sérstaklega í pósthólfinu.

Það eru rangar upplýsingar á upplýsingasíðunni minni

Ef eitthvað á upplýsingasíðunni þinni er ekki rétt, getur þú breytt því með því að smella á “Stillingarnar mínar” í stikunni til hægri. 

Þar getur þú breytt öllum upplýsingum sem tilheyra síðunni þinni, þ.m.t. aldri, lykilorði, kynningartexta o.s.frv.

Hvernig get ég flokkað póst í pósthólfinu mínu?

Þú getur flokkað ástarskeytin í pósthólfinu þínu með því að nota Hotbox. Meðal annars getur þú breytt stillingunum þannig að ástarskeyti frá ákveðnum löndum eða ákveðnum aldursflokkum birtist alltaf efst.

Ég vil breyta netfangi mínu eða notandanafni?

Því miður er, af öryggisástæðum, ekki hægt að breyta notandanafni eða netfangi fyrir upplýsingasíðu.

Það stendur að ég eigi ólesin skilaboð en ég sé þau ekki í pósthólfinu mínu?

Sennilega hefur þú breytt stillingunum á Hotboxinu þínu (efst í pósthólfinu). Hotbox gerir þér kleift að sía út þau skilaboð sem þig langar sérstaklega að sjá eftir landi, aldri, o.s.frv. Til að sjá öll skilaboð skalt þú taka til baka þær breytingar sem þú gerðir á Hotbox stillingunum þínum og smella á “vista.” Þá ættir þú aftur að geta séð öll skilaboð sem eru í pósthólfinu þínu.

Ég vil ekki fá frekari tölvupóst frá Firstdate?

Ef þú vilt breyta stillingum eða áskriftum fyrir tölvupóstinn getur þú gert það á einfaldan.

Hvar get ég fundið þetta?
Stillingarnar mínar -> E-mail

Finnur þú ekki svarið sem þú varst að leita að?

Hafa samband við þjónustufulltrúa.

Ad: